Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
6:3 bolta haldið innan liðs.
Markmið:
•Að halda boltanum innan liðsins undir pressu.
•Að ná upp ákefð.
Skipulag:
6 á 3 í 20 x 20 m reit. Skipt er upp í 3 þriggja manna lið og spila 2 lið saman á móti einu. Markmiðið er að ná 10 sendigum í röð án þess að varnarmenn komi við boltann. Ef varnarmenn ná boltanum reyna þeir að skora í litlu mörkinn.
Spilaðar eru 6 x 2 mín. 1 mín. virk endurheimt á milli lota.
Ákefð er á bilinu 80 - 95% af HSmax, eða um 164 - 195 í púls.
Áherslur þjálfara:
1) Leikmaður með boltann á alltaf að hafa a.m.k. tvo sendingarmöguleika þannig að leikmenn verða að hreyfa sig skynsamlega og búa til góða stöðu til að hægt sé að spila boltanum.
2) Varnarmennirnir 3 verða að vinna saman og pressa til að loka sendingarmöguleikum og gera það erfitt að halda boltanum.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Að fá boltan í 1 á 1 stöðu í og við vítateyginn. Í þessari æfingu er unnið á þremur svæðum, í Bsvæðinu er einn framherji á móti einum miðverði, en í A og C svæðunum eru kantarar á móti bakverði. Við miðlínu eru svo þrír miðjumenn með nokkra bolta, hver miðjumaður hefur sitt númer frá 1 - 3. Miðjumenn bíða eftir kalli þjálfarans um númer sendingamanns og í hvaða svæði á að senda boltann. Sá sem fær sendinguna reynir að komast framhjá sínum varnarmanni og gefa fyrir ef um kantmann er að ræðaeða skora mark í tilviki framherjans.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila á fullri breidd, þar sem áhersla er á að komast upp í hornin og ná fyrirgjöfum.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun: (15 mins)
Sedingaæfing sem gengur þannig að leikmenn eru 6 saman með 2 bolta í tveimur þríyrningum líkt og myndin sýnir. Boltarnir byrja hjá leikmönnum C og D, C sendir á B og B spilar áfram yfir á A og fer svo í framhjáhlaup framhjá A, A spilar á C og C spilar boltnum fram fyrir B sem kemur á ferðinni og tekur boltann með sér yfir í gagnstæðan þríhyrning og þar hefst sama sedingaröð aftur. Eftir umferðina færast leikmenn sem hér segir: A fer í stöðu B, C fer í stöðu A og B fer í stöðu D í gagnstæðum þríhyrningi. Leikmaður F úr gagnstæðum þríhyrningi fer í stöðu C og byrjar nýja umferð.