Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á sóknarleik, fyrirgjafir og skot.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila 4 á 4 + 1 í endasvæði. Liðið sem er með boltann reynir að halda tígulformi í leikskipulagi sínu með "target pleyer" uppi á topp, sem mætir boltanum og leggur fyrir félaga sína. Markmiðið er að skora eftir 3 sendingar innan liðsins með því að spila í gegnum keilumark á leikmann sem er í endasvæðinu. Sá sem átti sendinguna skiptir við leikmanninn í endasvæðinu.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Skotæfing með og án pressu.
A) Leikmenn vinna í pörum, sóknar og varnarmenn. Sóknarmaðurinn er innar á vellinum og byrjar skáhlaup af kantinum inn á miðjan vítateig, þar sem hann tekur við sendingu frá hinum kantinum undir pressu frá varnarmanni og reynir skot. Leikmenn skipta um raðir og hlutverk eftir hverja sókn.
B) Mismunandi skotæfingar.
1. Halda bolta á lofti og skjóta.
2. Rekja í gegnum keilubraut og skjóta.
3. Hratt knattrak, gabbhreyfing og skot.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Við spilum 7 á 7 með áherslu á fyrirgjafir. Sóknarliðið má senda langa sendingu út á kantsvæði og gefa fyrir markið eftir að hafa náð 5 sendingum á milli sín inni á leiksvæði. Varnarmenn meiga ekki trufla leikmann sem gefur fyrir.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Skokka og teygja vel í lok æfingar.
Upphitun - Tækniþjálfun (15 mins)
Sendingahringur: Stilla upp í þríhyrning eins og myndi sýnir.
A. Senda og hlaupa yfir í næstu röð, sá sem tekur við sendingu spilar stutta sendingu til baka og fær svo boltann framfyrir sig í hlaupaleiðina áður en hann sendir yfir í næstu röð.
B. Röð 1 gefur á röð 2 og fær sendingu til baka, þá gefur röð 1 beint á röð 3 sem leggur boltann fyrir leikmann sem kemur hlaupandi úr röð 2. Hann leggur boltann aftur fyrir leikmann úr röð 3 sem sendir yfir í röð 1 og hleypur sjálfur á eftir sendingunni.