Football/Soccer Session (Moderate): Prófæfing 2 (Start Time: 2016-03-09 19:00:00)

Profile Summary

Sigurður Sigurþórsson
Name: Sigurður Sigurþórsson
City: Reykjavík
Country: Iceland
Membership: Adult Member
Sport: Football/Soccer

Description

Áhersla á æfingu er að vinna með leikfræði - þegar leikið er stutt úr markspyrnu.

Helstu markmið eru:

•Að bæta gæði sendinga og móttöku.

•Að fá miðverði, bakverði og miðjumenn til að vinna saman af öryggi.

•Að bæta ákvarðanatöku bæði markvarða og miðvarða þegar boltanum er leikið stutt frá marki.

Ákefð er á bilinu frá 60 - 95% af HS max. eða c.a. 123 – 195 í púls.

Fyrir æfinguna eru leikmenn búnir að taka 30 mínútna skokk og upphitunaræfingar inni í íþróttahúsi.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 1

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 1
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 1

Upphitun 1 (10 mins)

Sendingaæfingar í 3 manna hópum.

 

Markmið:

•Að hita líkamann og ná upp ákefð.

•Að bæta gæði sendinga og móttöku.

•Að æfa ákveðna sendingaferla og hreyfingu án bolta.

•Að vinna uppi á táberginu.

 

Æfingar:

A) Leikmaðurinn sem er í miðju hreyfir sig þvert á sendingastefnu félaga sinna og tekur á móti sendingu og einfaldlega leikur boltanum yfir í gagnstæða átt. Hver leikmaður vinnur inní í c.a. 1 mínútu.

 

B) Nú tekur miðjumaðurin lengra hlaup í átt að þeim sem tekur á móti sendingunni frá honum og býður sig í aðstoð, fær boltann, snýr sér og sendir langa sendingu yfir í gagnstæðan enda.

 

C) Miðjumaðurinn hleypur endanna á milli og spilar 1-2 við félaga sína.

 

 

Áherslur:

•Á góðar innanfótarspyrnur.

•Á hreyfingu án bolta.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 2

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 2
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun 2

Upphitun 2 (15 mins)

6:3 bolta haldið innan liðs.

 

Markmið:

•Að halda boltanum innan liðsins undir pressu.

•Að ná upp ákefð.

 

Skipulag:

6 á 3 í 20 x 20 m reit. Skipt er upp í 3 þriggja manna lið og spila 2 lið saman á móti einu. Markmiðið er að ná 10 sendigum í röð án þess að varnarmenn komi við boltann. Ef varnarmenn ná boltanum reyna þeir að skora í litlu mörkinn.

Spilaðar eru 6 x 2 mín. 1 mín. virk endurheimt á milli lota.

Ákefð er á bilinu 80 - 95% af HSmax, eða um 164 - 195 í púls.

 

Áherslur þjálfara:

1) Leikmaður með boltann á alltaf að hafa a.m.k. tvo sendingarmöguleika þannig að leikmenn verða að hreyfa sig skynsamlega og búa til góða stöðu til að hægt sé að spila boltanum.

 

2) Varnarmennirnir 3 verða að vinna saman og pressa til að loka sendingarmöguleikum og gera það erfitt að halda boltanum.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1

Aðalþáttur 1 (20 mins)

Uppspilsæfing, þar sem boltanum er leikið stutt úr markspyrnu.

 

Markmið:

•Að bæta gæði sendinga og móttöku.

•Að æfa ákveðna sendingaferla og hreyfingu án bolta.

 

 

 

frá markverði út á miðvörð, sem gefur upp á miðjumann. Miðjumaður sendir út á bakvörð og kemur í framhjáhlaupið þegar bakvörðurinn rekur boltann inn á völlinn. Sending upp í hornið og fyrirgjöf á tvo framherja sem sækja að markinu.

Leikmenn færa sig frá A til B til C til D og skokka svo til baka í A.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2

Aðalþáttur 2 (20 mins)

6:4 leikæfing þar sem spilað er stutt frá mark.

 

Markmið:

•Að æfa stutt spil frá marki undir pressu.

•Að þjálfa upp samvinnu milli markmanns, miðvarða, bakvarða og miðjumanns.

•Að þjálfa upp samvinnu sóknarmanna í að pressa.

 

Skipulag:

Spilað er á svæði sem er c.a. hálfur völlur. Markvörður byrjar með boltann og sendir út úr teignum á samherja sína sem eru í stöðum miðvarða, bakvarða og eins djúps miðjumanns. Þeir reyna að spila boltanum út úr vörninni og skora í lítil mörk. Ef þeir 4 sem eru að pressa ná boltanum meiga þeir reyna að skora á stóra markið.

 

Áherslur þjálfara:

1) Leikmaður með boltann á alltaf að hafa a.m.k. tvo sendingarmöguleika þannig að leikmenn verða að hreyfa sig skynsamlega og búa til góða stöðu til að hægt sé að spila boltanum.

 

2) Varnarmennirnir 4 verða að vinna saman og pressa til að loka sendingarmöguleikum og gera það erfitt að halda boltanum.

 

3) Vinna með undirstöðuatriði liðssamvinnu; hreyfingu án bolta, breidd og dýpt.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3

Aðalþáttur 3 (20 mins)

Leikur: þar sem spilað er 6:6 + 2 markmenn á velli sem er u.þ.b. 1/2 af knattspyrnuvelli með tveimur stórum mörkum. Ætlast er til að leikmenn spili á hárri ákefð á meðan þeir eru inn á vellinum, en fái svo virka hvíld á milli þegar þeir eru fyrir utan. Ákefð á að vera 80 - 95% af HS max, eða u.þ.b. 164 - 195 í púls.

Skipulag:

Tvö sex manna lið eru inn á vellinum á hverjum tíma. Þriðja liðið skokkar eða spilar reitabolta. Þjálfari gefur merki þegar liðin eiga að skipta inn á og út af, en hver lota er c.a. 5 mínútur.

Lýsing: Leikið er á venjulegan hátt en þegar bolti fer út af eða aftur fyrir kemur markvörður þess liðs sem er með boltann nýjum bolta strax í leik með markspyrnu. Stig: Mörkin telja.

Tilbrigði:

A) Miðjulína, sem allir leikmann sóknarliðs verða að fara yfir til að mark sé gilt og allir í varnarliði að koma til baka á sinn vallarhelming svo að mark fengið á sig telji ekki tvöfalt.

B) Takmarkaðar snertingar og/eða hámarks fjöldi sendinga áður en skotið er að marki.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag

Niðurlag (5 mins)

Endurheimt, leikmenn skokka sig niður og teygja inni í lok æfingar.


Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Dribble
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pitch Line 1
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Shaded Pitch Area

To link this page so that even non-Members can see it, copy paste this URL

Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):

Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop

Back/Forward: Drag timeline button