Football/Soccer Session (Moderate): Valur 3.fl. kvk sunnudagurinn 15. nóvember 2015 (Start Time: 2015-11-15 12:30:00)

Profile Summary

Sigurður Sigurþórsson
Name: Sigurður Sigurþórsson
City: Reykjavík
Country: Iceland
Rank: Elite – 7 points
Membership: Adult Member
Sport: Football/Soccer

Description

Unnið áfram með það að markmiði að bæta gurnnþol leikmanna. Mæling á hámarkspúlsi leikmanna.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun:

Upphitun: (10 mins)

Skipulag:

Annar hver leikmaður er með bolta og leikur með hann inni í vítateig, en hinir sem eru boltalausir skokka um í teignum. Þegar leikmaður með bolta nær augnsambandi við boltalausan leikmann skiiiiipta þer um hlutverk.

Við bendingu eða merki frá þjálfara eiga leikmennirnir að færa sig hratt yfir í miðjuhringinn og/eða yfir í gagnstæðan vítateig.

Þjálfuð eru ýmiss leikfræðileg atriði, s.s.:

1) Veggsending, þar sem boltamaðurinn sendir boltann og fær hann strax til baka frá meðspilara. Skipt um hlutverk eftir ákveðin tíma.

2) Framhjáhlaup, þá tekur boltalausi maðurinn sprett utan og aftan við boltamanninn og fær frá honum sedingu.

3) Hlaupið í opin svæði, en þá tekur boltalausi maðurinn sprett inn í opið svæði eftir að hafa náð augnsambandi við boltamanninn.

Einnig er hægt að þjálfa tækniatriði, s.s.:

4) ýmsar útgáfur af sendingum.

5) Boltamaðurinn gefur háar spyrnur, en hinn skallar til baka.

6) Sama og nr. 5, en ná er tekið á móti boltanum með ýmsum afbrigðum.

Í lok upphitunar reyna boltalausu leikmennirnir að ná bolta og ef þjálfari gefur merki á að færa sig yfir í miðjuhriginn.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Líkamsþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Líkamsþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Líkamsþjálfun:

Líkamsþjálfun: (15 mins)

Mæling á hámarks hjartslætti:

Hvernig mæling á hámarks hjartslætti fer fram:

1) Leikmenn hlaupa 4 hringi í kringum völlinn á hæfilegum hraða, sem svarar til að þeir séu c.a. 2 mínútur eð hringinn.

2) Næsta hring hlaupa þeir hraðar eða sem svarar 90 sek.

3) Taka svo hálfan hring á sem næst 40 sek.

4) Og ljúka svo hringnum á c.a. 30 sek. spretti.

Strax að þessu loknu er hjartslátturinn talinn í 15 sek og margfaldað með 4.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:

Leikrænþjálfun: (20 mins)

Sett er upp æfing líkt og á myndinni, þar sem skipt er upp í tvo hópa. Um er að ræða 1 á 1 æfingu sem byrjar á því að leikmaður í stöðu A gefur boltann á leikmann C (sem stendur fyrir miðju marki milli tveggja merkja) og hleypur á eftir sendingunni og reynir að setja pressu á C. C tekur við sendingunni og snýr sér að markinu, en verður að fara út fyrir merki á leið sinni að markinu. Um leið og C hefur skotið á markið hleypur hann og fær sendingu frá öðrum hvorum sendingamenna B og reynir þá að sóla A og skora í anað tveggja lítilla marka. Leikmenn C og B skipta reglulega um stöður, en hóparnir skipta svo um hlutverk varnar og sóknar eftir ákveðinn tíma.

Áhersla þjálfara:

Varðandi sóknarmann; 1 á 1 við keppnislíkar aðstæður, hraði í framkvæmd æfingar og klára færi undir pressu frá varnarmanni.

Varðadi varnarmann; Reyna að loka skotvinkli sóknarmanns, leggja sig fram í varnarvinnu og standa rétt á sóknarmanninn.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikrænþjálfun:

Leikrænþjálfun: (20 mins)

Tvírásabolti. Leikið er á hálfum velli 7 á 7 eða 8 á 8 eftir fjölda leikmanna. Hvort lið er með einn bolta og á að halda honum innan liðsins, en reyna jafnframt að vinna boltann af andstæðingunum. Liðið fær stig ef það hefur báða boltana innan sinna raða, en þá er öðrum boltanum skilað og ný sókn byrjar. Ef lið sendir boltann út fyrir völlinn fær hitt liðið boltann og getur þá fengið stig sé það með báða boltanna.

Liðin eiga ekki að skipta sér í upp í tvo hópa innbyrgðis þannig að annar hópurinn reynir að ná boltanum frá andstæðingum en hinn hugsar bara um að passa sinn bolta. (ÞolME 80% af HSmax)

Til að auka ákefðina er hægt að:

a) Takmarka fjölda snertinga t.d. við að hámarki 3.

b) Fjölga boltum í 3 eða 4 (þannig að hvort lið sé með 2) og ekki fáist stig neða að lið hafi vald á öllum boltunum.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:

Spil: (20 mins)

Spilað 4 á 4 + 4 á 4 (2:2 - 6:6) + 2 markmenn.

Fjórir leikmenn úr hvoru liði eru inná vellinum á hverjum tíma. Aðrir leikmenn eru við hliðia á sínum mörkum, tveir við hvora hlið. Þjálfari gefur merki þegar leikmenn eiga að skipta inn og út, en miðað er við að unnið sé í c.a. 90 - 120 sek. og hvílt í jafn langan tíma. (ÞolHÁ 90% af HSmax)

Um er að ræða hefðbundinn leik þar sem mörkinn telja.

Tilbrigði við leikinn eru t.d.:

a) Miðjulína, þannig að allir í liði sem skorar þurfi að vera á sóknarhelmingi til að mark telji og allir leikmenn liðs sem fær á sig mark þurfa að vera á sínum vallarhelmingi til að markið telji ekki tvöfallt.

b) Takmarkaðar snertingar t.d. max 3

c) Hvort lið hefur 2 x 2 varnarmenn og 2 x 2 sóknarmenn sem skipta inn á þeim megin sem þeir spila.

d) Þegar skipt er inn á þarf sá sem nær boltanum að byrja á að senda boltann á samherja áður en hægt er að skora.

Leikmenn eiga að vinna í hárri ákefð í þessum leik á meðan eir eru inná og mikilvægt að markmenn séu fljótir að koma boltanum í leik í hvert skipti sem hann fer útaf.

Hægt er að breyta ákefðinni með því að virkja tilbrigðin, t.d. a og b ef auka á ákefðina, en c ef þjálfari vill að leikmenn spili ákveðnar stöður og d ef koma á í veg fyrir að leikmenn skjóti strax á markið.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:

Niðurlag: (10 mins)

Skokk og teygjur í c.a. 10 mín


Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Dribble
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pitch Line 4

To link this page so that even non-Members can see it, copy paste this URL

Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):

Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop

Back/Forward: Drag timeline button