Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Tvírásabolti. Leikið er á hálfum velli 7 á 7 eða 8 á 8 eftir fjölda leikmanna. Hvort lið er með einn bolta og á að halda honum innan liðsins, en reyna jafnframt að vinna boltann af andstæðingunum. Liðið fær stig ef það hefur báða boltana innan sinna raða, en þá er öðrum boltanum skilað og ný sókn byrjar. Ef lið sendir boltann út fyrir völlinn fær hitt liðið boltann og getur þá fengið stig sé það með báða boltanna.
Liðin eiga ekki að skipta sér í upp í tvo hópa innbyrgðis þannig að annar hópurinn reynir að ná boltanum frá andstæðingum en hinn hugsar bara um að passa sinn bolta. (ÞolME 80% af HSmax)
Til að auka ákefðina er hægt að:
a) Takmarka fjölda snertinga t.d. við að hámarki 3.
b) Fjölga boltum í 3 eða 4 (þannig að hvort lið sé með 2) og ekki fáist stig neða að lið hafi vald á öllum boltunum.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Skotæfing, þar sem boltanum er leikið með hröðum samleik í gegnum keiluhlið áður en skotið er á markið.
A byrjar á að senda á B sem gefur til baka á A í fyrstu snertingu og þeir leika hratt á milli sín í gegnum tvö keiluhlið. B tekur boltann með sér og rekur hann í átt að marki, spilar svo 1-2 við leikmann C og tekur skot á markið. Sama æfing fer af stað frá gagnstæðri hlið þar sem D byrjar á að gefa á E. Leikmenn færa sig í næstu stöðu eftir stafrófsröð.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Helstu áherslur þegar leikið er gegn hápressu:
•Reynum að vera rólegar á boltanum og færa hann af skynsemi út úr vörninni.
•Ekki reyna að snúa ykkur með boltann nema vera öruggar um að ekki sé maður í bak. Því er afar mikilvægt að horfa yfir öxlina áður en við fáum boltann og vera þannig búinn að taka stöðuna í kringum sig. Þetta á sérstaklega við inni á miðsvæðinu og gagnast til að átta okkur á plássinu í kringum okkur, hvar samherjar okkar eru og ekki síst hvort það sé maður í bak.
•Þeir sem eru í kringum boltamanninn hafa í huga að bjóða sig og skapa réttu sendingamöguleikana fyrir hann. Hreyfum okkur boltalausar og búum okkur til svæði til að geta fengið boltann.
•Spilum boltanum frá okkur í fyrstu eða annari snertingu ef það er hægt því annars eigum við á hættu að vera tæklaðar af hörku. Reynum alltaf að taka fyrstu snertingu á boltann í átt frá manninum sem pressar á okkur, þannig búum við okkur bæði til svæði og tíma til að geta spilað boltanum vel frá okkur.
•Ekki flækja hlutina of mikið með því að ætla að hlaupa með boltann eða að sóla á okkar vallarhelmingi, látum hann frekar ganga hratt en örugglega á milli manna.
•Talið með sendingunum og látið samherja ykkar vita hvort þeir hafi tíma eða hvort þeir séu undir pressu frá andstæðingi.
•Ef ekki eru aðrir möguleikar í stöðunni þá sendum við langan bolta hátt upp úr vörninni.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila á fullri breidd, þar sem áhersla er á að komast upp í hornin og ná fyrirgjöfum.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun: (15 mins)
Reitabolti, 3:1 eða 4:2