Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á sóknarleikfræði liðsins, þar sem markmiðið er að fá inn markvissari hlaup á síðasta þriðjungi vallarins ásamt því að bæta sendingar út úr vörninni og fá bakverði til að taka sóknarhlaup. Ákefð er á bilinu frá 65 - 90% af HSmax. Fyrir æfinguna eru leikmenn búnir að taka 30 mínútna skokk og dýnamískar æfingar inni í íþróttahúsi.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
6 á 6 + 4 hlutlausir á þrískiptu svæði sem svarar hálfum velli. Á endasvæðum spila 3 + 1 á 3, en inni á miðsvæðinu eru 2 hlutlausir miðjumenn sem hafa bara 2 snertingar á boltann hvor, en þeir verða báðir að snerta hann áður en þeir leika honum yfir í gagnstæðan enda.
Markmiðið er að liðið sem er með boltann nái að leika honum 3 sinnum á milli sín í endasvæðinu áður en hann er sendur inn á miðjuna, helst á þann sem er hærra á vellinum og að hann leggi til baka á samherja sinn sem spilar á leikmann úr sama liði og var með boltann í gagnstæðum enda. Ef varnarliðið nær boltanum snúast hlutverkin við og það reynir að halda honum og færa á milli endasvæða. Það lið sem nær oftar að færa boltann á milli svæða á 4 mínútum vinnur lotuna, en leiknar eru 3 lotur. (3 x 4mín. + 2 í hvíld) Ákefð á bilinu frá 70 - 90% af HSmax.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Uppspilsæfing 6 + 4 á móti 6 á 2/3 vallar, þar sem markmiðið er að leika boltanum út úr vörninni undir pressu og færa hann frá bakverði inn á miðsvæðið og aftur út á bakvörðinn sem kemur með sóknarhlaup upp í hornið og gefur boltann fyrir á fjóra sóknarmenn sem taka krosshlaup inn í teiginn og mæta á boltann. Ef pressuliðið nær boltanum reynir það að skora í litlu mörkin. Keyra sömu sóknarfærslur frá hægri og vinstri til skiptis.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila 8 á 8 á hálfan völl. Leikmenn fá frjálsar hendur til að velja sínar leiðir í leiknum, en áhersla lögð á að hvetja varnarmennina til að taka virkan þátt í sóknarleik liða sinna. Einnig er mikilvægt að miðjumenn sú meðvitaðir um að færa boltann hratt á milli svæða og vinna vel til baka, sérstaklega þegar þeir þurfa að bakdekka fyrir varnarmann sem fer með í sóknina.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Skokka sig niður og teygja í lok æfingar.
Upphitun/Tækniþjálfun: (20 mins)
Sendingahringur á svæði sem er 30 x 30m, þar sem boltinn er færður upp úr vörninni og út á væng með það að markmiði að skapa yfirtölu á vængsvæði.
Útfærsla 1: Boltinn er sendur frá A til B, B rekur hann upp í gegnum keiluhlið og spilar út á C, C stýngur boltanum upp í hornið á D sem hefur áður tekið gabbhreyfingu frá svæðinu sem hann ætlar svo að fá boltann í.
Útfærsla 2: Boltinn er sendur frá E til F, F rekur hann upp í gegnum keiluhlið og sendir inn á H sem kemur niður á móti boltanum. H spilar í fyrstu snertingu út á G og rikkir svo upp í hornið og fær boltann frá G.
Útfærsla 3: Boltinn er sendur frá A til B, B rekur hann upp í gegnum keiluhlið og spilar vegg við D sem kemur djúpt niður á móti sendingunni. B spilar svo út á C sem rekur boltann inn á völlinn og D kemur í framhjáhlaupið og fær boltann frá C.
Útfærsla 4: Nú hafa leikmenn frjálsar hendur og eiga að leysa úr stöðunni 3 á 2 í gegnum tvo virka varnarmenn.