Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á hraðan samleik og hugmyndir í uppspili.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Sendingar og hlaup. Leikmenn vinna 10 - 12 saman með 2 bolta og stilla upp líkt og myndin sýnir. Boltarnir ganga í tvo þríhyrninga (slaufu) ABC og DEF, en hlaup leikmanna eru á eftir sendingum. A fer í stöðu B, B í C, C í D o.s.fr. Byrja með 2 snertingar, en reyna svo að nota bara eina snertingu.
Áherslur þjálfara:
1. Nákvæmar og góðar sendingar.
2. Notum bæði hægri og vinstri, en reynum að spila á réttan fót þess sem tekur við sendingunni.
3. Lítum upp af boltanum og verum í augnsambandi við þann sem á að taka við sendingunni.
4. Ákveðin hlaup eftir hverja sendingu á góðum hraða.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
2 liða leikur, þar sem markmiðið er að halda bolta innan liðs og skora í gegnum keilumörk eða í litlu mörkin eftir 5sendingar.
Leikmönnum er skipt í 2 jafn fjölmenn lið, en fjöldi í hverju liði ræður stærð vallarins.
Leikurinn gengur þannig fyrir sig að liðið sem byrjar með boltann reynir að halda honum og telja sendingar, ef sent er í gegnum keiluhlið = 1 stig, en ef liðið nær 5 sendingum má það skora í litlu mörkin sem gefa 3 stig. Varnarliðið reynir að vinna boltann og ef það tekst skipta liðin um hlutverk. Ef boltaliðið missir boltann útaf fær hitt liðið boltann og byrjar að telja sendingar. Hver leikur stendur í 3 mín.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Leikrænar skotæfingar og uppspil:
Lýsing:
Settar eru upp 4 leikstöður, þ.e. bakverði, kantar, miðjumenn og senter.
Boltanum er leikið milli leikmanna úti á öðru vængsvæðinu áður en honum er leikið með langri sendingu yfir á vítateigshornið á fjærsvæði.
A - C og B leika boltanum hratt á milli sín áður en boltanum er skipt yfir á fjærsvæðið. Leikmenn taka svo hlaupið inn í teiginn og sókninni er lokið með skoti á markið.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Leikrænar skotæfingar og uppspil:
Lýsing:
Settar eru upp 4 leikstöður, þ.e. bakverði, kantar, miðjumenn og senter.
Boltanum er leikið milli leikmanna úti á öðru vængsvæðinu áður en honum er leikið með langri sendingu yfir á vítateigshornið á fjærsvæði.
A - C og B leika boltanum hratt á milli sín áður en boltanum er skipt yfir á fjærsvæðið. Leikmenn taka svo hlaupið inn í teiginn og sókninni er lokið með skoti á markið.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila frjálst 6 á 6 eða 7 á 7 eftir fjölda.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun1: (10 mins)
Samhæfingar- og sprengikraftsæfingar, þar sem leikmenn skipta sér í 5 raðir við gulu merkin og framkvæma eftirtaldar æfingar:
1) Langur sprettur, þar sem hlaupið er með vaxandi hraða.
2) Þrjú kröftug hopp, jafnfætis eða á öðrum fæti yfir grindur og stuttur sprettur.
3) Stuttur sprettur áfram snúið á rauða merkinu og bakkað hratt að gula, snúið aftur og stuttur sprettur.
4) Farið hratt í gegnum snerpustigan með misunandi fótavinnu í hverri ferð.
5) Kröftugt uppstökk yfir grind og snögg stefnubreyting.
Leikmenn ganga niður að næsta merki eftir hverja æfingu nema eftir nr. 5 en þá er skokkað aftur að upphafsreit hringsins.
Hver leikmaður klárar c.a. 3 hringi eða unnið í ákveðin tíma.