Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Síðasta æfing fyrir leik gegn FH, farið yfir varnar- og sóknarleik okkar og hornspyrnur æfðar.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Lýsing:
Við setjum upp völl með 3 afmörkuðum svæðum, þ.e. á sinn hvorum kantinum og svo endasvæði með 3 mörkum.
Æfingin hefst með langri sendingu frá þjálfara á markmann og á sama tíma færa leikmenn sig inni á vellinum til að gera uppspilið sem auðveldast þegar spilað er á móti 2 framherjum. Miðverðirnir færa sig út á vítateigshornin og annar djúpi miðjumaðurinn kemur niður í svæðið á milli þeirra til að búa til 3 manna línu aftast a vellinum, en hinn miðjumaðurinn færir sig þannig að hann sé inni á miðjum vellinum með opna sendingarleið. Spilaður er hefðbundin leikur 11:10, en þegar miðvörðurinn fær boltann út á vænginn er markmiðið að reyna að nýta yfirtöluna 3:2 til að komast inn í endasvæðið og skora eftir 5 - 10 sek. Mark sem er skorað með þessum hætti telur tvöfallt. 2 fremstu menn hjá bláum eiga ekki að hindra að miðverðirnir geti sótt fram úti á vængsvæðunum, en annars er spiluð hefðbundin vörn og reynt að vinna boltann og skora hjá hvítum á innan við 10 - 20 sek. Bláir meiga ekki verjast í endasvæðinu en rangstöðuregla gildir.
Áhersla þjálfara: Hvíta liðið á að einbeita sé að því að velja leiðir í samræmi við hvernig andstæðingurinn er að spila vörnina.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Að spila í gegnum pressu á sterku hliðinni gegn 1 framherja (eða 2) og skipta boltanum yfir á veiku hliðina í 8 (+ markmaður) gegn 6.
Markmið: Við vinnum í leikfræðinni við að spila í gegnum pressu á sterku hliðinni og skipta boltanum yfir.
Lýsing: Við notum c.a. 2/3 af vellinum, og mörkum svæði frá miðlínu að vítateig. Við notum a.m.k. eitt mark í fullri stærð með markmanni og tvö lítil mörk sem eru staðsett eins og myndin sýnir. Við lögum okkur að 3:3:2 með því að færa djúpa miðjumanninn niður á milli hafsentanna og bakverðina upp í hærri stöðu og varnarliðið er í 4:2 eða 5:1. Leikurinn hefst með sendingu frá markmanni út á annað hvort nr. 4 eða nr. 5 og nr. 6 kemur niður í öftustu línu til að halda jafnvægi í varnarstöðu. Fremsti maður í varnarliðinu setur pressu á boltann til að koma í veg fyrir að sóknarliðið komist í yfirtölu (3:2), og restinn af varnarliðinu færir sig í átt að sterku hliðinni þannig að þeir séu jafn margir eða fleiri í kringum boltann. Þeirra markmið er að koma í veg fyrir að boltanum verði skipt yfir á gagnstæðan kannt, vinna boltann og skora á innan við 8 - 10 sek. Markmið sóknarliðsins er að spila í gegnum pressu og skipta svo boltanum yfir á gagnstæðan kant þar sem þeir hafa yfirtölu 2 á 1 eða 3 á 2. Þeir reyna að nýta þessa stöðu og skora í markið.
Áherslur þjálfara:
1. Leikmenn verða að lesa stöðuna og framkvæma nauðsynlegar færslur og sendingar til að skipta yfir á gagnstæðan kant.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Unnið með tatísa útfærslu á 4 - 2 - 3 - 1 leikkerfinu. Hvernig er best að koma boltanum í leik frá okkar marki, farið yfir þrjár mismunandi leiðir til að koma boltanum í leik.
1) Bakverðir fara hátt upp á völlinn og annar hafsentinn dregur sig inn á miðjan völlinn og býr þannig til pláss fyrir annan djúpu miðjumannanna til að fá boltan út í svæðið milli bakvarðar og hafsentsins.
2) Bakvörðurinn þeim megin sem boltanum er spyrnt dregur sig niður í hornið. Ef hann er ekki dekkaður hefur hann nógan tíma til að fá boltann og spila honum upp úr vörninni. Ef andstæðingurinn kemur hátt upp á völlinn til að dekka bakvörðinn opnast svæði fyrir djúpa miðjumanninn til að hlaupa í úti á kantinum.
3) Bakverðirnir fara hátt upp og hafsentarnir fara út á vítateigshornin þannig að það myndast gott pláss fyrir djúpa miðjumanninn til að koma á milli hafsentanna til að bá boltann.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Útfærsla af hornspyrnu á móti Aftureldingu, sem gengur út á að þétta vel inn á markteiginn og þrengja að markmanni. Liggja með 3 menn til baka, en einn þeirra laumar sér að vítateignum og fær fasta sendingu út á vítateigslínu. Klára skot á markið, helst upp í þaknetið.
Upphitun: (15 mins)
Reitabolti, 4:2 eða 5:2