Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á hratt knattrak og að sækja í yfirtölu.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Að hlaupa með boltann, í tveggja liða leik.
8 á 8 eða 7 á 7 + 2 á afmörkuðu svæði með fjórum keilumörkum í hornunum. Markmiðið er að færa boltann úr einu horni yfir í gagnstætt horn (með sama lit; gult - gult/rautt - rautt). Ef liðinu tekst það fær það stig, heldur boltanum og reynir að skora aftur með því að færa hann á milli samlita horna.
*Reynið að hlaupa með boltann til að búa til stöðulega yfirburði og færa boltann frá pressusvæði.
*Það er mikilvægt að sóknarliðið dreifi vel úr sér og reyni að skapa bæði breydd og dýpt þannig að meira pláss skapist til að hlaupa með boltann.
*Þið megið reyna að hlaupa með boltann frá einu marki yfir í annað.
Áherslur þjálfara:
1. Verið meðvitaðar um svæðið í kringum ykkur og munið að horfa í kringum ykkur áður en þið fáið boltann.
2. Sýnið samherjum ykkar með merki eða bendingu hvar þið viljið fá boltann.
3. Vandið fyrstu snertingu til að hafa vald á boltanum.
4. Hallið ykkur yfir boltann þegar þið takið við sendingu og stýrið honum inn í svæðið með fyrstu snertingunni. Reynið að nota fyrstu snertinguna sem fyrsta skrefið í hlaupi fram á við með boltann.
5. Það veltur á því hversu stórt svæðið er sem þið hafið hvort þið getið sparkað boltanum lengra fram fyrir ykkur í hlaupinu.
6. Muna að horfa upp til að sjá þá möguleika sem eru.
7. Reynið að halda góðu jafnvægi og nota gabbhreyfingar þegar þið þurfið að komast framhjá andstæðingi.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
"Þrír á tvo einvígi" og skot.
Æfingin hefst á sendingu frá varnarmanni. Hann gefur á sóknarmann og hleypur strax út á móti til að loka á skotmöguleika. Sóknarmenn reynir að komast fram hjá varnarmönnum og ná skoti á markið. Ef hann er tæklaður eða boltinn fer úr leik byrjar næsta par æfinguna. Ef varnarmenn ná boltanum reyna þeir að spila honum út úr pressu og skora í litlumörkin.
Áherslur þjálfara:
1. Vandið fyrstu snertingu í móttöku þannig að þið hafið tækifæri til að keyra í átt að markinu og skjóta snemma ef það er mögulegt.
2. Reynið að draga varnarmanninn frá því svæði sem þið viljið sækja á.
3. Reynið að nota gabbhreyfingar til að komast fram hjá varnarmanni.
4. Reynið að ná skoti um leið og þið hafið pláss og tíma til að ljúka sókninni.
5. Reynið að sjá út staðsetningu markmannsins og klára færið vel undir pressu.
6. Verið einbeittar á skottæknina. Hvenær þið "setjið hann" og hvenær þið notið "fullan kraft" í skotið.
7. Munið að fylgja eftir skotinu og reyna að ná frákasti ef það býðst.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila frjálst 8 á 8 eða x á x eftir fjölda.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun: (10 mins)
Knattrakshringur, þar sem leikmenn rekja boltann umhverfis 1/2 völl og lyfta boltanum yfir grindur áður en þeir hoppa sjálfir yfir. Það er mikilvægt að leikmenn haldi jöfnum hraða í gegnum brautina og reyni að vinna á c.a. 75 - 80% ákefð. Eftir hvern hring er hvílt í 30 sek. unnið í 10 - 15 mín.