Football/Soccer Session (Moderate): M.fl.kvk. ÍR, þriðjudagurinn 16. júlí 2019 (Start Time: 2019-07-16 18:30:00)

Profile Summary

Sigurður Sigurþórsson
Name: Sigurður Sigurþórsson
City: Reykjavík
Country: Iceland
Membership: Adult Member
Sport: Football/Soccer

Description

Áhersla á að skipta boltanum á milli svæða.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækniþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækniþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækniþjálfun:

Tækniþjálfun:

Markmið: Tækniþjálfun, sendingar og hreyfingar áður en tekið er við bolta í hröðum samleik, sem hefur það að markmiði að æfa færslur í sóknarleik og spila boltanum innfyrir varnarlínu.

 

Lýsing á æfingu:

Í svæði sem er 15 x 25 m setjum við upp sendingahring sem hefur tvær útfærslur. Í fyrri er sendingaröðin þessi A -> B -> C -> D en í seinni A -> C -> B -> D

Leikmenn færa sig í næstu stöðu eftir stafrófsröð.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

Leikræn þjálfun:

Markmið: Að þjálfa upp getu til að halda boltanum innan liðsins þegar skipt er úr vörn í sókn.

 

Lýsing: Við mörkum svæði sem er 10 x 20 m og skiptum leikmönnum upp í 3 liti. 2 lið með 4 - 5 leikmönnum og eitt hlutlaust lið með 3 - 5 leikmönnum. Eitt liðið byrjar inní sem varnarlið og á að reyna að vinna boltann, en hitt liðið raðar sér á hliðarlínur svæðisins og hefur einn leikmann inni.

 

Reglur:

1. Úti liðið og þeir hlutlausu hafa 2 snertingar á boltann / Úti liðið og þeir hlutlausu sem eru á hliðarlínunum hafa 2 snertingar, en þeir sem eru inní hafa 1 snertingu.

2. Ef úti liðið og þeir hlutlausu ná 8 sendingum telur það sem eitt stig.

3. Ef inni liðið nær boltanum spilar það á hlutlausan og skiptir við útiliðið.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækni / Leikfræði:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækni / Leikfræði:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Tækni / Leikfræði:

Tækni / Leikfræði: (20 mins)

Lýsing: Við setjum upp uppspilsæfingu líkt og myndin sýnir á rúmlega hálfum velli. Leikmenn vinna út frá sinni leikstöðu;

A: miðverðir, B: bakverðir, C: miðjumenn, D: kantmenn, E: framherjar og markmenn í sinnhvoru markinu.

Æfingin hefst á sendingu frá þjálfara á markmanninn, sem gefur út á annan miðvörðinn. Sá tekur við boltanum og rekur hann aðeins áfram áður en hann sendir upp á kantmann sem kemur inn á völlinn á móti boltanum og leggur til baka á miðjumanninn sem skiptir boltanum yfir á gagnstæðan kant með sendingu á miðvörð eða bakvörð. Sótt er upp kantinn og boltinn annað hvort gefið upp í hornið á kantmanninn eða spilaður þríhyrningur við bakvörð sem gefur svo fyrir markið. Senterar og kantmenn skila sér inn í teiginn og klára skot eða skalla á markið.

Markmiðið með æfingunni er að æfa það hvernig við skiptum boltanum yfir á gagnstæðan kant. Til að skipta boltanum hefur djúpi miðjumaðurinn 4 möguleika:

1. Senda til baka á markmann sem tengir með sendingu yfir á gagnstæðan miðvörð eða bakvörð.

2. Með beinni sendingu yfir á gagnstæðan kant.

3. Með því tengja við kant líkt og æfingin sýnir.

4. Með því að leika til baka á bakvörð eða miðvörð sem senda niður á markmann sem færir boltann yfir á gagnstæðan kant.

 

Áherslur þjálfara:

1. Við verðum að framkvæma þessa færslu milli svæða á miklum hraða.

2. Leikmenn verða að einbeita sér að því að tímasetja hreyfingar sínar rétt, hafa þær samhæfðar og nálgast boltann á ferðinni.

3. Miðjumenn verða að vanda löngu sendinguna.

 


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

Leikræn þjálfun: (15 mins)

Að spila í gegnum pressu á sterku hliðinni gegn 1 framherja (eða 2) og skipta boltanum yfir á veiku hliðina í 8 (+ markmaður) gegn 6.

 

Markmið: Við vinnum í leikfræðinni við að spila í gegnum pressu á sterku hliðinni og skipta boltanum yfir.

 

Lýsing: Við notum c.a. 2/3 af vellinum, og mörkum svæði frá miðlínu að vítateig. Við notum a.m.k. eitt mark í fullri stærð með markmanni og tvö lítil mörk sem eru staðsett eins og myndin sýnir. Við lögum okkur að 3:3:2 með því að færa djúpa miðjumanninn niður á milli hafsentanna og bakverðina upp í hærri stöðu og varnarliðið er í 4:2 eða 5:1. Leikurinn hefst með sendingu frá markmanni út á annað hvort nr. 4 eða nr. 5 og nr. 6 kemur niður í öftustu línu til að halda jafnvægi í varnarstöðu. Fremsti maður í varnarliðinu setur pressu á boltann til að koma í veg fyrir að sóknarliðið komist í yfirtölu (3:2), og restinn af varnarliðinu færir sig í átt að sterku hliðinni þannig að þeir séu jafn margir eða fleiri í kringum boltann. Þeirra markmið er að koma í veg fyrir að boltanum verði skipt yfir á gagnstæðan kannt, vinna boltann og skora á innan við 8 - 10 sek. Markmið sóknarliðsins er að spila í gegnum pressu og skipta svo boltanum yfir á gagnstæðan kant þar sem þeir hafa yfirtölu 2 á 1 eða 3 á 2. Þeir reyna að nýta þessa stöðu og skora í markið.

 

Áherslur þjálfara:

1. Leikmenn verða að lesa stöðuna og framkvæma nauðsynlegar færslur og sendingar til að skipta yfir á gagnstæðan kant.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Leikræn þjálfun:

Leikræn þjálfun: (15 mins)

3 á 2, þar sem sóknarliðið er alltaf í yfirtölu. Liðið með boltann byrjar á að senda upp úr vörn á "senter" sem byrjar við keilu hátt uppi á vellinum og reynir annað hvort að keyra sjálfur á markið eða nota samherja sér til stuðnings.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Spil:

Spil: (15 mins)

Spila 7 á 7 eða 8 á 8.


Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Dribble
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pitch Line 4
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Shaded Pitch Area

To link this page so that even non-Members can see it, copy paste this URL

Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):

Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop

Back/Forward: Drag timeline button