Football/Soccer Session (Moderate): Valur 3.fl. kvk. föstudagurinn 19. febrúar 2016 (Start Time: 2016-02-19 19:00:00)

Profile Summary

Sigurður Sigurþórsson
Name: Sigurður Sigurþórsson
City: Reykjavík
Country: Iceland
Membership: Adult Member
Sport: Football/Soccer

Description

Áhersla á æfingu er að vinna með leikfræði og uppspil þegar leikið er stutt frá marki.

 

Helstu markmið eru:

* Að bæta gæði sendinga og móttöku.

* Að fá miðverði og miðjumenn til að vinna saman af öryggi.

* Að bæta ákvarðanatöku bæði markvarða og miðvarða þegar boltanum er leikið stutt frá marki.

* Að æfa markviss sóknarhlaup þegar boltinn er kominn upp á síðasta þriðjung vallarins.

 

Ákefð er á bilinu frá 65 - 95% af HSmax. Fyrir æfinguna eru leikmenn búnir að taka 30 mínútna skokk og dýnamískar æfingar inni í íþróttahúsi.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 1:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 1:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 1:

Upphitun / Tækni 1: (10 mins)

Markmið:

* Að hita líkamann og ná upp ákefð.

* Að bæta gæði stuttra sendinga og móttöku.

* Að æfa ákveðna sendingaferla og tímasetja hlaup.

* Að vinna uppi á táberginu.

 

Lýsing:

Leikmenn vinna saman 2 og 2 með einn bolta og senda á milli sín upp vængsvæðin, að auki eru tveir battar á hvorri leið sem spilað er á og þeir færa boltann á milli manna. Á leið sinni aftur fyrir mörkin fara leikmenn yfir hindranir; snerpustiga og grindur. Eftir nokkrar ferðir er markmönnum bætt inn í og þeir látnir taka við sendingu öðrumegin og spila út hinumegin.

 

Lykilatriði:

- Gæði í fyrstu snertingu.

- Rétt tímasetning og kraftur í sendingu.

- Staða miðjumanna í móttöku á boltanum og sendingu til baka.

- Tímasetning og hraði í hlaupum leikmanna.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 2:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 2:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Upphitun / Tækni 2:

Upphitun / Tækni 2: (15 mins)

Framhald af upphitun / tækni 1, en nú æfa leikmenn framhjáhlaup og taka í framhaldi fyrirgjöf eða skot.

 

Aukaleikur:

Ef tími vinnst til er farið í stuttan pressuleik, þar sem spilað er 8:8 + 4 + 2 markmenn.

Leikurinn gengur út á að liðið með boltann þarf að ná 3 sendingum á eigin vallarhelmingi áður en það gefur boltann á lofti yfir á gagnstæðan markvörð. Ef þeim tekst að senda á markmann sem grípur boltann á lofti telst það stig og þeir halda boltanum en færa sig yfir á þann vallarhelming. Nái mótherji boltanum snúast hlutverkin við og hitt liðið byrjar að pressa á boltann.

 


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1 - Leikrænþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1 - Leikrænþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 1 - Leikrænþjálfun:

Aðalþáttur 1 - Leikrænþjálfun: (20 mins)

Leikrænar æfingar eftir leikstöðum leikmanna:

 

Markmið:

* Að æfa stutt spil frá marki.

* Að þjálfa upp samvinnu milli miðvarða og djúpra miðjumanna.

* Að æfa einfalda sendingarferla á sóknarhluta vallarins og fyrirgjafir.

* Að þjálfa upp réttar hlaupaleiðir sóknarmanna inn í vítateiginn.

 

Lýsing:

 

A) Miðverðir og djúpir miðjumenn. 5:3 + 1, á svæði sem er c.a. tvöfaldur vítateigur. Markvörður byrjar með boltann og sendir út úr teignum á samherja sína sem eru í stöðum miðvarða og tveggja djúpra miðjumanna. Þeir reyna að spila boltanum út úr vörninni og skora í lítil mörk. Ef þeir 3 sem eru að pressa ná boltanum meiga þeir reyna að skora á stóra markið. Bæði lið geta spilað boltanum á einn jóker, en hann má ekki skora.

 

B) Framherjar, kantar og bakverðir æfa ýmsar leiðir til að koma boltanum upp í hornið og gefa þaðan fyrir markið. Aðrir leikmenn taka víxlhlaup á fremri og aftari stöng.

 

1) Bakvörður gefur upp á kantmann, sem rekur boltann inn á völlinn og gefur á bakvörð eða framliggjandi miðjumann sem koma í framhjáhlaupið.

 

2) Einfallt uppspil frá bakverði á senter sem leggur til baka á framliggjandi miðjumann, hann hefur val um tvo möguleika; þ.e. sendingu út á kantmann sem tekur boltann með sér inn á völlinn og gefur svo út í hornið á bakvörð sem kemur í framhjáhlaupið eða að stýnga boltanum upp í hornið á bakvörðinn sem tekur hlaup upp vænginn.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2 - Leikrænþjálfun:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2 - Leikrænþjálfun:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 2 - Leikrænþjálfun:

Aðalþáttur 2 - Leikrænþjálfun: (20 mins)

Lotuleikur: þar sem spilað er 5:5 + 5:5 + 2 markmenn á velli sem er u.þ.b. 2/5 af knattspyrnuvelli með tveimur stórum mörkum. Ætlast er til að leikmenn spili á hárri ákefð á meðan þeir eru inn á vellinum, en fái svo hvíld á milli þegar þeir eru fyrir utan. Ákefð á að vera 80 - 95% af HS max, eða u.þ.b. 164 - 195 í púls.

 

Skipulag: Fimm leikmenn úr hvoru liði eru inn á vellinum á hverjum tíma. Aðrir leikmenn eru við hliðina á sínum mörkum, tveir öðru megin og tveir hinu megin. Þjálfari gefur merki þegar liðin eiga að skipta inn á og út af öllum fjórum útileikmönnunum. Hver lota er c.a. ein og hálf mínúta í álag og ein og hálf mínúta í hvíld (þegar hinn hluti liðsins er inn á).

 

Lýsing: Leikið er á venjulegan hátt en þegar bolti fer út af eða aftur fyrir kemur markvörður þess liðs sem er með boltann nýjum bolta strax í leik. Stig: Mörkin telja. Regla: Þegar skipting á sér stað má enginn þeirra leikmanna sem fer út af snerta boltann (annars fær andstæðingurinn hann).

 

Tilbrigði:

a) Miðjulína, sem allir leikmann sóknarliðs verða að fara yfir til að mark sé gilt og allir í varnarliði að koma til baka á sinn vallarhelming svo að mark fengið á sig telji ekki tvöfallt.

 

b) Takmarkaðar snertingar og/eða hámarks fjöldi sendinga áður en skotið er að marki.

 

c) Fastar leikstöður, tveir varnarmenn og tveir sóknarmenn.

 

d) Sá leikmaður sem nær boltanum eftir skiptungu verður að senda hann áður en hægt er að skora.

 


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3 - Spil

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3 - Spil
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Aðalþáttur 3 - Spil

Aðalþáttur 3 - Spil (20 mins)

Spila 11:11 á velli sem er c.a. 4/5 af fullri stærð. Frjáls leikur, en þó með þeirri áherslu að spila stutt frá marki og tengja við þær leikrænu æfingar sem æfðar voru í Aðalþætti 1.


Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.

Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:
Save Image: Football/Soccer Session Plan Drill (Colour): Niðurlag:

Niðurlag: (5 mins)

Endurheimt, leikmenn skokka sig niður og teygja inni í lok æfingar.


Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Movement
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Custom Pass
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Dribble
Arrow Large Line Straight 2px Arrow Medium Right
Pitch Line 4

To link this page so that even non-Members can see it, copy paste this URL

Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):

Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop

Back/Forward: Drag timeline button