Name: | Sigurður Sigurþórsson |
---|---|
City: | Reykjavík |
Country: | Iceland |
Membership: | Adult Member |
Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á hraðan samleik og fyrirgjafir.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Bolta haldið innan liðs.
Spilað í stuttum lotum 4 á 4, þar sem 2 eru staðsettir inni í reitnum, en hinir 2 á gagnstæðum línum. Markmiðið er að færa boltann frá einni hlið yfir á hina í gegnum leikmennina sem eru inní.
Eftir c.a. 3 mínútur skipta leikmenn um hlutverk.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
A gefur boltann á B, sem leggur til baka fyrir A og snýr sér snöggt og hleypur í bilið á milli miðvarðar og bakvarðar. A sendir á D, sem sendir í fyrstu snertingu inn fyrir varnarlínuna á B sem tekur skotið. Um leið rekur C boltann hratt niður í hornið og gefur fyrir á B og D sem koma á ferðinni inn í vítateyginn og reyna að klára sóknina með viðstöðulausu skoti.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Sókn á móti vörn 8:6, þar sem markmiðið hjá sóknarliði er að fá upp stöðuna 2:1 á köntunum og ná fyrirgjöfum inn í og að miðjumenn fái skotfæri, en vörnin reynir að verjast fyrirgjöfum og skotum fyrir utan teiginn. Um leið og sóknin klárast gefur þjálfari 2 annan bolta út á miðjumann sem klárar skot á markið.
Ný sókn byrjar með sendingu frá þjálfara 1 út á sóknarbakvörðinn á gagnstæðum kanti miðað við fyrri fyrirgjöf.
See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila vörn á móti sókn, c.a. 6 á 6 + markmaður.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun/Tækniþjálfun: (10 mins)
Sendingahringur, þar sem leikmenn stilla sér upp í átthyrning líkt og myndin sýnir. Boltinn er sendur fram um tvær keilur og til baka um eina. Leikmenn færa sig fram um eina keilu eftir að hafa sent boltann frá sér.