| Name: | Sigurður Sigurþórsson |
|---|---|
| City: | Reykjavík |
| Country: | Iceland |
| Membership: | Adult Member |
| Sport: | Football/Soccer |
Áhersla á hraða sóknaruppbyggingu og að halda bolta innan liðsins.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Pressað til að vinna boltann hratt aftur í 8 á 8 + 8 leik
Markmið:
Að halda boltanum innan liðsins undir pressu. Hröð skipti úr sókn í vörn.
Lýsing:
Á svæði sem er 40 x 40m eru 3 lið með c.a. 8 leikmönnum í hverju liði. 2 lið eru inni á vellinum, en eitt er í hlutverki batta umhverfis völlinn. Battar hafa eina snertingu, en aðrir leikmenn hafa 3 snertingar Markmiðið er að ná sem flestum sendingum án þess að varnarmenn vinni boltann.
Leiknar eru 2 lotur 3x 3 mín.
Áherslur þjálfara:
1. Liðið sem er með boltann notar battanna til að halda honum og stækka völlinn.
2. Varnarliðið þéttir sig og er samtaka í að pressa á boltann.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Útfærsla á innköstum:
1. möguleiki er að kasta upp í hornið, en leikmaður sem staðsetur sig uppi leysir niður á móti boltanum og um leið tekur hraður leikmaður sprettinn upp í svæðið sem opnast.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Hratt uppspil, þar sem spilað er 8 á 2 á hámarks hraða. Boltinn þarf að ganga hratt á milli manna og markmiðið er að ljúka sókninni á sem skemmstum tíma, c.a. 8 - 15 sek. eða 5 - 7 sendingum hámark. Mælt er með að taka 2 x 8 mín. með 2 mín. slökun á milli setta.
Lýsing:
Sókninn hefst með sendingu frá miðjumanni A eða A1 á miðlínu upp á senterinn D, sem kemur á móti boltanum frá endalínu í kapphlaupi við varnarmann. Hann leggur boltann til baka á A sem spilar á kantmann B, sem sækir inn á völlinn áður en hann gefur út í hornið á bakvörðinn C. C setur boltann fyrir markið í fyrstu snertingu og leikmenn reyna að fylla teiginn og klára sóknina með skoti á markið, en varnarmenn og markvörður reyna að hindra það að sóknarmenn skori.
Eftir að senterinn hefur leikið boltanum til baka hafa sóknarmennirnir frelsi til að spila upp eins og þeir telja best í hvert skipti, en þó með þeirri áherslu að sókninni sé alltaf lokið með hámarks ákefð.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Hratt uppspil, þar sem spilað er 8 á 2 á hámarks hraða. Boltinn þarf að ganga hratt á milli manna og markmiðið er að ljúka sókninni á sem skemmstum tíma, c.a. 8 - 15 sek. eða 5 - 7 sendingum hámark. Mælt er með að taka 2 x 8 mín. með 2 mín. slökun á milli setta.
Lýsing:
Sókninn hefst með sendingu frá miðjumanni A eða A1 á miðlínu upp á senterinn D, sem kemur á móti boltanum frá endalínu í kapphlaupi við varnarmann. Hann leggur boltann til baka á A sem spilar á kantmann B, sem sækir inn á völlinn áður en hann gefur út í hornið á bakvörðinn C. C setur boltann fyrir markið í fyrstu snertingu og leikmenn reyna að fylla teiginn og klára sóknina með skoti á markið, en varnarmenn og markvörður reyna að hindra það að sóknarmenn skori.
Eftir að senterinn hefur leikið boltanum til baka hafa sóknarmennirnir frelsi til að spila upp eins og þeir telja best í hvert skipti, en þó með þeirri áherslu að sókninni sé alltaf lokið með hámarks ákefð.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
3 liða Brassi.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Tækniþjálfun (10 mins)
Einnar snertingar sendingaræfing
Lýsing:
Markað er svæði sem er 20 x 30 m, 12 + leikmenn sem er skipt upp í tvo hópa eins og myndin sýnir. Unnið er með tvo bolta á sama tíma, þar sem leikmaður A í hvorum hópi byrjar á sendingu á leikmann B. Boltinn gengur á milli manna með einni snertingu frá A til B til C til D til B til E sem tekur boltann með sér og rekur hann hálfa leið yfir í gagnstæða röð áður en hann sendir á fyrsta mann í þeirri röð og æfingin er endurtekin.