| Name: | Sigurður Sigurþórsson |
|---|---|
| City: | Reykjavík |
| Country: | Iceland |
| Membership: | Adult Member |
| Sport: | Football/Soccer |
Hraður samleikur og að halda bolta innan liðs.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Markmið:
Að skapa sér pláss, bæta sendingar og móttöku og hreyfa sig rétt í þeim tilgangi að fá sendingu til baka.
Lýsing:
Á svæði sem er 30 x 30 m vinna 8 leikmenn saman í sendingaræfingu.
Leikmenn A og A1 byrja með bolta og senda til B og B1, leikmenn tékka frá keilu og mæta svo sendingunni. B og B1 senda boltann áfram á C og C1 og taka svo hlaupið til að fá hann aftur og spila 1 - 2 samleik við C og C1. C og C1 gefa á D og D1 og nýr hringur getur hafist þegar allir leikmenn hafa fært sig yfir í næstu stöðu.
Áherslur þjálfara:
1. Samhæfið sendingar og hlaup í æfingu til að tryggja gott flæði í æfingunni.
2. Einbeiting á rétta tækni og gæði í sendingum.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Að skipta á milli sóknar og varnar.
8 á 8 í svæði sem er c.a. 40 x 60 m (hálfur völlur). Annað liðið á að skora í 3 lítil mörk, en hitt skorar með því að koma boltnum inn í endamark.
Áherslur þjálfara:
1. Varnarliðið reynir alltaf að takmarka plássið sem andstæðingarnir fá og skapa eins mikla sameiginlega pressu á andstæðinginn og hægt er til að vinna boltann.
2. Þegar við vinnum boltann þurfum við að vera meðvituð um stöðuna í kringum okkur, vera fljót að taka ákvarðanir og ná upp hröðum samleik með því að bjóða okkur og styðja við boltamanninn með réttum hreyfingum.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Samleikur og skot eftir hlaup innfyrir vörn.
Lýsing:
1. Leikmaður A sendir á D.
2. D sendir til baka á A, sem kemur á móti boltanum. D hleypur yfir grindur á leið sinni í röð A.
3. A sendir á C, sem hefur droppað til baka á móti sendingu. A tekur hliðarskref á milli "kalla".
4. C leggur til baka á B, sem kemur á móti sendingu.
5. B spilar 1 - 2 við C.
6. C sendir úrslitasendingu inn í svæði fyrir innan varnarmenn á B, sem tekur vel tímasett hlaup innfyrir.
7. B tekur skot á markið.
8. Allir leikmenn skipta um stöður A -> B -> C -> D -> A.

See the guidance at the top of this page to understand why you are not seeing interactive Football/Soccer images.
Spila 11 á 11.
© Copyright 2022 Sport Session Planner Ltd.
Developed with Partnership Developers, a division of Kyosei Systems.
Animation Controls (PCs, Macs, Laptops):
Play animation
Play step-by-step
Repeat (toggle)
Full Screen
Pause
Stop
Back/Forward: Drag timeline button
Upphitun/Líkamsþjálfun: (15 mins)
Hlaupahringur með fjórum mismunandi samhæfingar og hraðaþrautum í hornum vallarins. Leikmenn skokka frá miðjuhringnum út í hornin, fara hratt í gegnum þrautirnarog spretta inn í miðjuna aftur. Skokka svo út í næsta horn og áfram þannig þar til þeir eru komnir heilan hring. Hver hringur ætti ekki að taka lengri tíma en 4 mínútur, en markmiðið er að ljúka fjórum hringjum. Eftir hvern hring er tekinn virk hvíld í 2 mínútur, þar sem 4 - 5 leikmenn vinna saman við að halda bolta á lofti.